Á Mandat lögmannsstofu starfa sex lögmenn, þar af fimm með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti.

Lögmenn stofunnar kappkosta að veita viðskiptavinum sínum persónulega og vandaða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar.

Viðskiptavinir stofunnar eru fjölbreyttir og meðal þeirra eru fyrirtæki í atvinnurekstri, opinberar stofnanir, ráðuneyti, stéttarfélög og einstaklingar. Innan stofunnar hefur safnast verðmæt sérþekking á ýmsum sviðum lögfræði svo sem í vinnurétti, félagarétti, skaðabótarétti, stjórnsýslurétti sem og í málflutningi fyrir dómstólum.


legal500emea_recommended_2012_85px

Mandat fær mjög góða umsögn hjá hinu virta matsfyrirtæki Legal 500

Sjá nánar hér