Starfsmenn Mandat lögmannsstofu eru sjö, þar af eru fjórir með málflutningsréttindi fyrir Hæstarétti. Til viðbótar hefur aðstöðu á Mandat lögmannstofu Benedikt Ólafsson hrl. en hann er sjálfstætt starfandi lögmaður.

Lögmenn stofunnar kappkosta að veita viðskiptavinum sínum persónulega og vandaða þjónustu á öllum sviðum lögfræðinnar.

Viðskiptavinir stofunnar eru fjölbreyttir og meðal þeirra eru fyrirtæki í atvinnurekstri, opinberar stofnanir, ráðuneyti, stéttarfélög og einstaklingar.

Innan stofunnar hefur safnast verðmæt sérþekking á ýmsum sviðum lögfræði svo sem í vinnurétti, félagarétti, skaðabótarétti, stjórnsýslurétti sem og í málflutningi fyrir dómstólum.

Hjá okkur starfar glæsilegur og fjölbreyttur hópur af fólki með mismunandi áhugamál. Hér er mikið líf sem við viljum deila með ykkur á Instagram.